Viðgerðir

Viðgerðaþjónusta í hæsta gæðaflokki

Kynntu þér hvernig við bilanagreinum bílinn þinn og lesum ástand hans með nýjustu tölvutæki.

Bilanagreining með nýjustu tölvutækni

Bíljöfur nýtir háþróaðar tölvur og stafrænan lesbúnað til að finna og greina bilanir í tíma. Með þessari nýju tækni er hægt að staðgreina álagspunkta og fyrirbyggja bæði slit og bilanir í tíma.

Alhliða smurþjónusta

Reglulegt viðhald eykur endingu vélar og drifbúnaðar. Það er nauðsynlegt að skipta reglulega um olíu og olíusíu á vél ásamt loftsíu.  Við skoðum einnig gírkassa, millikassa, drif og metum ástand á sjálfskiptingarvökva. Þá er gott að þrífa eða skipta reglulega um síu í sjálfskiptingu. Nánari upplýsingar hér

Fullkominn tækjabúnaður

Verkstæði okkar er búið fullkomnum tækjum, þ.á.m. sjö bílalyftum, sem og tölvum sem greina bilanir í öllum gerðum Jeep , Dodge og Chrysler bifreiða.

Hafðu samband

eða kíktu í heimsókn

Við erum til húsa á Smiðjuvegi 34, 200 Kópavogi (gul gata) og það er alltaf heitt á könnunni.